Náms- og starfsráðgjöf í Langholtsskóla

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Náms- og starfsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til námsráðgjafa. 

Helstu verkefni

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa er persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur, ráðgjöf og aðstoð í eineltis- og forvarnarmálum, ráðgjöf og fræðsla um náms- og próftækni, ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda og móttaka nýrra nemenda.  

Teikning af tveimur ráðgjöfum í hægindastólum.

Hafa samband

Sími: 411 6600