Námsráðgjöf í Langholtsskóla
Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Námsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til námsráðgjafa.
Helstu verkefni
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa er persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur, ráðgjöf og aðstoð í eineltis- og forvarnarmálum , ráðgjöf og fræðsla um náms- og próftækni, ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda og móttaka nýrra nemenda.
Sérfræðiþjónusta
Kennarar vísa nemendum til sálfræðings í samráði við foreldra með formlegri tilvísun. Foreldrar geta þó einnig leitað aðstoðar að eigin frumkvæði. Allar tilvísanir og beiðnir um aðstoð eru kynntar og ræddar á fundum nemendaverndarráðs sem forgangsraðar verkefnum. Rétt er að benda foreldrum á að mikilvægt er að taka mál til meðferðar áður en þau verða of stór.
- Sérkennsluráðgjafar sinna ráðgjöf um sérkennslu eða sértæka aðstoð við barn í grunnskóla þar með talið aðstoð við gerð einstaklingsnámskráa. Kennsluráðgjöf felur m.a. í sér ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla um kennsluhætti og skólaþróun.
- Sálfræðingur skólans hefur aðsetur á Norðurmiðstöð. Beiðnir um aðkomu sálfræðings fara í gegnum nemendaverndarráð sem fylgir þeim eftir eins og kostur er.