Vitundin.is

Langholtsskóli þátttakandi í þróun Vitundin.is
Vitundin er nýr námsefnisvefur sem tekinn var formlega í notkun í síðustu viku. Vefurinn er afrakstur verkefnisins Vitundin – Stafræn tilvera
Um er að ræða námsefni í stafrænni borgaravitund sem er afar áríðandi í dag. Menntun í stafrænni borgaravitund miðar að því að styrkja börn og ungmenni með því að kenna þeim þá hæfni og þekkingu sem þau þurfa til að læra og taka þátt í stafrænu samfélagi nútímans.
Vefurinn er afrakstur samstarfs- og þróunarverkefnis allra grunnskóla í Kópavogi og grunnskóladeildar Kópavogsbæjar, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Langholtsskóla og Common Sense Education. Sæmundur Helgason, kennari í Langholtsskóla hefur haft veg og vanda af þátttöku skólans í verkefninu, tekið virkan þátt í þróun námsefnisins og situr í ritstjórn vefsins. Við óskum Sæmundi og félögum til hamingju með vefinn!