Foreldrastarf í Langholtsskóla
Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Í hverjum skóla er starfrækt foreldrafélag, foreldraráð eða skólaráð.
Foreldrafélag Langholtsskóla
Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Stjórn foreldrafélags 2024-2025
Eftirtaldir skipa stjórn foreldrafélags Langholtsskóla skólaárið 2024-2025:
- Sylvía Svavarsdóttir formaður
- Ilmur Eir Franklínsdóttir gjaldkeri
Meðstjórnendur:
- Karna Liljar Guðrúnar Nínubur
- Stefanía Fanney Björgvinsdóttir
- Kristín Anna Guðbjartsdóttir
- Bergsteinn Máni Guðmundsson
- Una Svava Árnadóttir
- Salka Guðmundsdóttir
- Þórunn Sóley Björnsdóttir
- Árdís Jóna Pálsdóttir
- Ellen Ösp Víglundsdóttir
- Kristjana Rós Guðjohnsen