Skrekkur 2025 - Langholtsskóli í þriðja sæti
Skrekkur - Hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík - Nemendur frá Langholtsskóla
Langholtsskóli í þriðja sæti
Mikil eftirvænting hefur ríkt meðal nemenda og starfsfólks í Langholtsskóla undanfarnar vikur vegna Skrekks, sem er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Þrjú undankvöld fóru fram 3., 4. og 5. nóvember og öllum til mikillar gleði var Langholtsskóli meðal þeirra sem komust áfram til að keppa á úrslitakvöldinu sem fram fór 10. nóvember. Langholtsskóli lenti síðan þriðja sæti í keppninni, glæsileg frammistaða.