Skólastarfið í Langholtsskóla haustið 2025

Langholtsskóli

Skólasetning og skipulagsdagar

Skrifstofa skólans opnar miðvikudaginn 5. ágúst.

Skipulagsdagar starfsfólks eru dagana 15. - 21. ágúst.

Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 2. - 10. bekk mánudaginn 25. ágúst. 

Tímasetningar

Kl. 8:30: 2. og 3. bekkur

Kl. 9:00: 4. og 5. bekkur

Kl. 9:30: 6. og 7. bekkur

Kl. 10:00: 8., 9. og 10. bekkur

 

Nemendur í 1. bekk haustið 2025

 

Forráðamenn nemenda í 1. bekk verða boðaðir ásamt börnum sínum í viðtal dagana 22. ágúst og 25. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu hjá þeim þriðjudaginn 26. ágúst