Skólafærninámskeið

Námskeið fyrir foreldra nemenda í 1. bekk
Skólafærninámskeið verður haldið fyrir foreldra nemenda í 1. bekk þriðjudaginn 9. september, kl. 17-19.
Á dagskrá eru erindi frá umsjónarkennurum og sérfræðingi Miðju máls og læsis um mikilvægi lesturs og stuðnings foreldra við lestrarnámið. Einnig er kynning á skóla- og frístundaþjónustu Norðurmiðstöðvar.
Boðið verður upp á súpu og brauð og hvetjum við alla foreldra nemenda í 1. bekk til að mæta.
Við hlökkum til að sjá ykkur.