Regnbogavottun

Regnbogavottun, mynd

Langholtsskóli kominn með Regnbogavottun

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að þann 11. febrúar 2025 hlaut Langholtsskóli Regnbogavottun sem snýr að því að gera starfsemi skólans hinseginvænni. Mörg skref hafa verið stigin á síðustu árum í áttina að vottuninni og fleiri verða tekin næstu vikur og mánuði. Markmið okkar er að efla þekkingu skólasamfélagsins á hinseginleika og auka víðsýni. Miklu máli skiptir að við gerum okkur öll grein fyrir mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi og viðurkenna fjölbreytileika lífsins og erum við stolt af því að Langholtsskóli megi nú kalla sig Regnbogavottaðan grunnskóla.