Baráttudagur gegn einelti 8. nóvember

Hjörtu frá nemendum Langholtsskóla á degi eineltis 2025

Dagur eineltis er alþjóðlegur dagur helgaður baráttunni gegn einelti ár hvert. Langholtsskóli tekur þátt og hefur þennan dag í heiðri.

 

Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti

Föstudaginn 7. nóvember föndruðu allir nemendur skólans hjörtu og límdu á vegg í anddyri skólans. Á hverju og einu kom fram þeirra eigin tillaga, beint frá hjartanu, að bættu samfélagi, góðum samskiptum og meiri náungakærleika.